Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. apríl 2017 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Tottenham gefst ekki upp í titilbaráttunni
Eriksen skoraði sigurmark Tottenham.
Eriksen skoraði sigurmark Tottenham.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 0 - 1 Tottenham
0-1 Christian Eriksen ('78 )

Tottenham gefst ekki upp í baráttunni um enska meistaratitilinn. Tottenham er eftir leiki kvöldsins fjórum stigum á eftir toppliði Chelsea og það er vonandi spenna framundan.

Tottenham heimsótti Crystal Palace í Lundúnarslag í kvöld. Crystal Palace hefur verið að spila frábærlega upp á síðkastið og því um erfiðan leik fyrir Tottenham að ræða.

Það var frekar lítið um færi framan af, Tottenham sótti, en Palace-menn vörðust vel. Á 78. mínútu braut hinn danski Christian Eriksen ísinn fyrir Tottenham, en það reyndist eina mark leiksins.

Spurs tók stigin þrjú og þeir halda í við Chelsea, eru fjórum stigum á eftir þeim þegar þrír leikir eru eftir. Palace er um miðja deild.

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni, en það gæti tekið hana einhvern tíma að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner