Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. apríl 2017 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gestede aflétti álögunum í kvöld - 43 leikir án sigurs
Gestede spilaði loksins í sigurleik
Gestede spilaði loksins í sigurleik
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Rudy Gestede kom af bekknum þegar Middlesbrough vann 1-0 sigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn var þýðingarmikill fyrir Gestede.

Gestede hefur nefnilega þurft að bíða lengur en flestir eftir sigri í ensku úrvalsdeildinni. Honum hafði ekki tekist að ná sigri í 43 leikjum í röð! Ótrúlegt, en þetta breyttist í kvöld.

Middlesbrough vann eins og áður segir Sunderland, sem stefnir hratt niður í Championship-deildina. Gestede spilaði síðasta stundarfjórðunginn og fær sigurinn skráðan.

Middlesbrough hafði aðeins unnið fjóra leiki í deildinni fyrir leikinn í kvöld, en Gestede kom til Boro frá Aston Villa í janúar.

Síðasti sigur Gestede í ensku úrvalsdeildinni, fyrir leikinn í kvöld, kom í opnunarleiknum á síðasta tímabili. Þá skoraði hann sigurmarkið í 1-0 sigri Aston Villa á Bournemouth.

Gestede er væntanlega feginn að hafa unnið í kvöld, en hann stefnir á að hjálpa Middlesbrough að halda sæti sínu í deildinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner