Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. apríl 2017 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Heimavöllur Ajax verður nefndur eftir Johan Cruyff
Ajax Amsterdam Arena verður Johan Cruyff Arena.
Ajax Amsterdam Arena verður Johan Cruyff Arena.
Mynd: Getty Images
Ajax tilkynnti í gær að félagið hafi tekið ákvörðun um að breyta nafninu á leikvangi félagsins, Ajax Amsterdam Arena og hér eftir muni hann heita Johan Cruyff Arena til heiðurs hollensku goðsögninni sem lést í fyrra.

Johan Cruyff er talinn einn af bestu fótboltamönnum allra tíma. Hann lék í 11 ár með Ajax á tveimur tímabilum. Hann stýrði liðinu einnig í þrjú ár frá árinu 1985.

Fyrst þegar hann lék með liðinu vann hann deildina sex sinnum og Evrópukeppnir þrisvar.

Hann lést 24. mars í fyrra eftir baráttu við lungnakrabbamein.
Athugasemdir
banner