mið 26. apríl 2017 12:02
Magnús Már Einarsson
Joey Barton í 18 mánaða bann frá fótbolta (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Joey Barton, miðjumaður Burnley, hefur verið dæmdur í 18 mánaða bann frá fótbolta en enska knattspyrnusambandið staðfesti þetta í dag.

Hinn 34 ára gamli Barton braut reglur með því að veðja á leiki.

Frá 26. mars 2006 til 13. maí 2016 veðjaði Barton á úrslit í 1260 leikjum. Leikmenn á Englandi mega ekki veðja á leiki og því hefur Barton nú verið settur í bann.

Barton gekk aftur í raðir Burnley í vetur eftir stutta dvöl hjá Rangers í Skotlandi.

Bannið tekur strax gildi og því er líklegt að Barton hafi leikið sinn síðasta leik með Burnley og mögulega síðasta leik sinn á ferlinum.

Bunley hefur staðfest að Barton ætli að áfrýja lengd leikbannsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner