mið 26. apríl 2017 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Goal.com 
Kaka launahæstur í Bandaríkjunum - Schweinsteiger í sjöunda
Kaka er að raka inn seðlum í Bandaríkjunum.
Kaka er að raka inn seðlum í Bandaríkjunum.
Mynd: Getty Images
Bandarísku leikmannasamtökin opinberuðu í gær hvaða leikmenn eru á hæstum launum í MLS deildinni og samkvæmt listanum er Brasilíumaðurinn Kaka sá launahæsti.

Kaka sem spilar með Orlando City er með 7,17 milljónir dollara í árslaun á þessu ári en ofan á það bætast svo bónusar.

Ítalski framherjinn Sebastian Giovinco hjá Toronto er næst hæstur með 7,12 milljónir dollara. 28 leikmenn í deildinni fá yfir milljón dollara fyrir árið en Bastian Schweinsteiger sem fór frá Man Utd til Chicago Fire er í sjöunda sæti listans.

Tíu launahæstu
1. Kaka (Orlando City) — 7.17 milljónir dollara
2. Sebastian Giovinco (Toronto FC) — 7.12 
3. Michael Bradley (Toronto FC) — 6.5 
4. Andrea Pirlo (New York City FC) — 5.9 
5. David Villa (New York City FC) — 5.6 
6. Giovani dos Santos (LA Galaxy) — 5.5 
7. Bastian Schweinsteiger (Chicago Fire) — 5.4 
8. Jozy Altidore (Toronto FC) — 4.9 
9. Clint Dempsey (Seattle Sounders) — 3.9 
10. Diego Valeri (Portland Timbers) — 2.6 
Athugasemdir
banner
banner
banner