Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. apríl 2017 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane: Getum ekki einbeitt okkur að Chelsea
Harry Kane fagnar hér marki.
Harry Kane fagnar hér marki.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, var kampakátur eftir erfiðan 1-0 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sigurinn heldur Tottenham í baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Þeir eru fjórum stigum á eftir toppliði Chelsea og fimm leikir eftir.

„Þetta er ótrúlegt. Þetta er erfiður staður að koma á og við þurftum að halda áfram að berjast. Við vissum að tími okkar myndi koma," sagði Kane ánægður eftir sigurinn.

„Við vissum að við þyrftum að koma til baka eftir helgina og þvílík frammistaða hjá öllum. Þetta var fullkominn sigur á endanum,"

„Við getum ekki einbeitt okkur að Chelsea. Við eigum fimm erfiða leiki eftir og við verðum að vinna þá."
Athugasemdir
banner
banner