Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
mánudagur 22. apríl
Besta-deild kvenna
laugardagur 20. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
laugardagur 20. apríl
Championship
Cardiff City 0 - 1 Southampton
Huddersfield 0 - 0 Swansea
Leicester 2 - 1 West Brom
Norwich 1 - 1 Bristol City
QPR - Preston NE - 16:15
Rotherham 0 - 0 Birmingham
Stoke City 2 - 0 Plymouth
Sunderland 0 - 0 Millwall
Watford 0 - 0 Hull City
FA Cup
Man City - Chelsea - 16:15
Úrvalsdeildin
Luton 0 - 3 Brentford
Sheffield Utd 1 - 3 Burnley
Wolves - Arsenal - 18:30
Super League - Women
Bristol City W 0 - 1 Liverpool W
Bundesligan
Union Berlin - Bayern - 16:30
Wolfsburg 1 - 0 Bochum
Köln 0 - 2 Darmstadt
Hoffenheim 4 - 3 Gladbach
Heidenheim 1 - 2 RB Leipzig
Bundesliga - Women
Essen W 2 - 1 Hoffenheim W
Eintracht Frankfurt W 4 - 1 Nurnberg W
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Barcelona W 0 - 1 Chelsea W
Lyon - PSG (kvenna) - 17:00
Serie A
Empoli - Napoli - 16:00
Verona - Udinese - 18:45
Toppserien - Women
Roa W 0 - 2 Valerenga W
Arna-Bjornar W 1 - 2 Stabek W
Asane W 0 - 3 SK Brann W
Kolbotn W 0 - 0 Rosenborg W
Úrvalsdeildin
CSKA - Akhmat Groznyi - 16:30
Rubin 1 - 1 Lokomotiv
Baltica 2 - 1 Kr. Sovetov
La Liga
Celta 4 - 1 Las Palmas
Valencia - Betis - 16:30
Girona - Cadiz - 19:00
Vallecano 0 - 1 Osasuna
Damallsvenskan - Women
Vittsjo W 2 - 0 AIK W
Vaxjo W 1 - 0 KIF Orebro W
Elitettan - Women
Alingsas W 5 - 0 Orebro SK W
Jitex W 0 - 2 Bollstanas W
Gamla Upsala W 2 - 3 Mallbacken W
mið 26.apr 2017 12:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Klifraði í trjánum með Gunnari Nelson

„Þegar ég var krakki þá vorum við vinirnir klifrandi í trjám og létum fátt stoppa okkur. Það hefur verið með mér alla tíð. Ég gef allt í það verkefni sem ég fer í á hverri stundu og örugglega mest í fótboltanum,“ segir baráttujaxlinn Haukur Páll Sigurðsson. Fyrirliði Valsara er ekki þekktur fyrir að gefa tommu eftir innan vallar. Baráttuandinn er til staðar í vinahópi Hauks en hann og bardagakappinn Gunnar Nelson eru æskuvinir.

„Það er pirrandi að þurfa að fara út af vegna meiðsla sem taka síðan bara 2-4 daga að jafna sig.“
„Það er pirrandi að þurfa að fara út af vegna meiðsla sem taka síðan bara 2-4 daga að jafna sig.“
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er þannig gerður að ef ég fer í návígi þá fer ég 100% í þau. Þá fær maður högg hér og þar og einstaka sinnum þarf maður að fara út af eftir það.
,,Ég er þannig gerður að ef ég fer í návígi þá fer ég 100% í þau. Þá fær maður högg hér og þar og einstaka sinnum þarf maður að fara út af eftir það.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hérna lenti Haukur í mótorhjólaslysi.  ,,Ég var ekki með hjálm og var bara í stuttermabol og stuttbuxum. Ég fékk innvortis blæðingu á lærið og skrámur hér og þar en ég slapp nokkuð vel að mínu mati.“
Hérna lenti Haukur í mótorhjólaslysi. ,,Ég var ekki með hjálm og var bara í stuttermabol og stuttbuxum. Ég fékk innvortis blæðingu á lærið og skrámur hér og þar en ég slapp nokkuð vel að mínu mati.“
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Eftir að ég varð pabbi þá getur maður ekki verið að koma brjálaður heim þegar guttinn er að leika sér inni í herbergi.
,,Eftir að ég varð pabbi þá getur maður ekki verið að koma brjálaður heim þegar guttinn er að leika sér inni í herbergi.
Mynd/Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
,,Ég bað umboðsmann minn að kíkja betur á þetta og eftir allar sögurnar sem ég heyrði þá ákvað ég að segja nei. Menn vissu ekki hverjir væru eigendur félaganna þarna úti og hvort og hvenær leikmenn myndu fá borgað.
,,Ég bað umboðsmann minn að kíkja betur á þetta og eftir allar sögurnar sem ég heyrði þá ákvað ég að segja nei. Menn vissu ekki hverjir væru eigendur félaganna þarna úti og hvort og hvenær leikmenn myndu fá borgað.
Mynd/Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Þetta er hugsuð sem skammtímavinna fyrir einstaklinginn. Það er verið að vinna í hegðun hans til að hann geti farið með rétta hegðun aftur í sinn heimaskóla. Það er rosalega gaman að sjá bætinguna hjá krökkunum frá því að þau koma og þangað til þau útskrifast úr Brúarskóla.
„Þetta er hugsuð sem skammtímavinna fyrir einstaklinginn. Það er verið að vinna í hegðun hans til að hann geti farið með rétta hegðun aftur í sinn heimaskóla. Það er rosalega gaman að sjá bætinguna hjá krökkunum frá því að þau koma og þangað til þau útskrifast úr Brúarskóla.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég get alveg skemmt mér án þess að nota áfengi. Það eru margir í Valsliðinu núna sem drekka ekki, ég held að það sé næstum helmingurinn af liðinu.
,,Ég get alveg skemmt mér án þess að nota áfengi. Það eru margir í Valsliðinu núna sem drekka ekki, ég held að það sé næstum helmingurinn af liðinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef ég á lausan tíma og það er fótbolti í sjónvarpinu þá horfi ég á hann.  Mér fannst geðveikt þegar maður gat valið sér leik þegar allir leikir voru í boði í enska.
„Ef ég á lausan tíma og það er fótbolti í sjónvarpinu þá horfi ég á hann. Mér fannst geðveikt þegar maður gat valið sér leik þegar allir leikir voru í boði í enska.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í Langholtsskóla var mikið af stórum trjám. Við vorum að klifra upp í þau og reyna að búa til keppni úr því. Við vorum líka klifrandi upp á húsþök. Það var góður tími þegar maður var ungur að djöflast úti og þurfti ekki að hugsa út í klukkuna,“ segir Haukur um æskuna í Laugardalnum. Hann segist hafa slegist aðeins við Gunnar á yngri árum en allt hafi það þó verið í gamni gert.

„Það kom fyrir að við tókum gamnislagi úti á túni. Hann byrjaði ungur í karate en þá vissi ég ekki einu sinni hvað MMA var svo ég gat ekki séð þennan feril hans fyrir. Þegar hann hætti í þriðja bekk í framhaldsskóla þá skildum við vinirnir ekki hvað hann var að gera. Þegar maður fór síðan á amateur bardagana sá maður að hann gæti náð mjög langt.“

Missir af bardögum út af fótboltanum
Gunnar er búinn að ná gríðarlega langt í MMA og Haukur segist fylgjast vel með þeirri íþrótt í dag. Hann reynir einnig að mæta út og horfa á Gunnar í bardögum sínum.

„Ég hef reynt að mæta á þá bardaga sem ég kemst. Hann er oft að berjast á sumrin. Allur vinahópurinn fór til Vegas þegar hann var að berjast þar en ég var heima að spila í boltanum. Ég ætlaði svo að fara til Belfast en þá meiddist hann. Ég hef náð einum UFC bardaga með honum en ég á fleiri bardaga áður en hann fór í UFC. Stefnan er á að fara á fleiri bardaga með honum í framtíðinni,“ sagði Haukur.
„Það er pirrandi að þurfa að fara út af vegna meiðsla sem taka síðan bara 2-4 daga að jafna sig.“
Sjálfur hefur Haukur Páll alltaf látið finna vel fyrir sér innan vallar. Fáir leikmenn í Pepsi-deildinni hafa oftar orðið fyrir hnjaski en Haukur Páll. Hann þarf oft að fá aðhlynningu í leikjum og stundum neyðist hann til að fara af velli vegna meiðsla.

„Það er mjög þreytt. Ég er þannig gerður að ef ég fer í návígi þá fer ég 100% í þau. Þá fær maður högg hér og þar og einstaka sinnum þarf maður að fara út af eftir það. Það er pirrandi að þurfa að fara út af vegna meiðsla sem taka síðan bara 2-4 daga að jafna sig. Þetta er oft svoleiðis hnjask hjá mér. Snúningar á ökklum og svoleiðis,“ sagði Haukur en er hann að íhuga að fækka návígjunum og reyna að fækka meiðslunum um leið?

„Ég er þannig gerður að þótt ég myndi segja það núna þá myndi ég gleyma því á eftir þegar ég er mættur inn á völlinn. Það er samt mjög pirrandi að missa af leikjum út af smotterís meiðslum og ég ætla að reyna að fækka þeim.“

Missti af landsliðsverkefni út af mótorhjólaslysi
Auk þess að lenda í hnjaski innan vallar þá hefur Haukur einnig lent í óhöppum utan vallar en hann missti af úrtaksæfingum og móti með U17 ára landsliði eftir mótorhjólaslys á yngri árum.

„Vinur minn átti þá Street magic mótorhjól. Ég var í Þrótti og ég fékk hjólið hjá honum til að fara heim og ná í fótboltadótið fyrir leik gegn Víking. Þegar ég var fyrir utan heima þá keyrði bíll í veg fyrir mig og ég dúndraði í hliðina á honum. Það næsta sem ég man var þegar ég vaknaði uppi á sjúkrahúsi. Ég var ekki með hjálm og var bara í stuttermabol og stuttbuxum. Ég fékk innvortis blæðingu á lærið og skrámur hér og þar en ég slapp nokkuð vel að mínu mati.“

Keppnisskapið er mikið hjá Hauki og hann segist hafa tekið tapleikjum sérstaklega illa á yngri árum.

„Þegar ég var yngri fengu mamma, pabbi og systkini mína að finna fyrir því. Ég kom oft drullufúll heim eftir tapleiki og pabbi þurfti oft að róa mig niður. Eftir að ég varð pabbi þá getur maður ekki verið að koma brjálaður heim þegar guttinn er að leika sér inni í herbergi. Ég hef náð að temja mér það núna að leikurinn sé búinn þegar ég kem heim og ég reyni þá bara að gera betur í næsta leik,“ sagði Haukur en hann viðurkennir að hann reiðist einnig á æfingum eftir töp þar.

„Ég þoli ekki að tapa. Hvort sem það er í skotkeppni, spili á æfingu eða í leik. Ef það kemur eitthvað upp á æfingunni og maður lendir í pústrum við leikmann þá er það búið eftir æfingu og við tökum í spaðann á hvor öðrum.“

Fékk tilboð frá Kasakstan
Þrátt fyrir að hafa lengi verið meðal öflugustu miðjumanna í Pepsi-deildinni þá hefur Haukur ekki farið út í atvinnumennsku ef undanskildir eru nokkrir mánuðir í Noregi með Alta árið 2009. Hauki bauðst fyrir nokkrum árum að fara út til Kasakstan en hann afþakkaði það.

„Félag þar var í leit að miðjumanni og það ætlaði að ganga frá samningi við mig eftir að hafa séð einhver myndbönd. Ég bað umboðsmann minn að kíkja betur á þetta og eftir allar sögurnar sem ég heyrði þá ákvað ég að segja nei. Menn vissu ekki hverjir væru eigendur félaganna þarna úti og hvort og hvenær leikmenn myndu fá borgað. Ég heyrði meðal annars sögu af leikmanni sem var búinn að vera meiddur í 2-3 mánuði og fékk þá ekkert borgað,“ segir Haukur. „Ef ég hefði verið einn á þessum tíma og ekki í sambandi, þá hefði ég skoðað þetta betur en þetta fór ekkert rosalega langt.“

„Ég fékk líka samningstilboð frá Svíþjóð árið 2014 en þá var kærastan mín ólétt. Ég ákvað að bíða með það á þeim tíma. Ég vildi ala fyrsta barnið upp hérna auk þess sem samningurinn var ekki nógu spennandi til að fara út með fjölskyldu.“

Hjálpar krökkum með hegðunarvandamál
Undanfarna þrjá vetur hefur Haukur starfað í Brúarskóla meðfram fótboltanum. Brúarskóli er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar eða félagslegum erfiðleikum.

„Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég var ráðinn fyrst en þegar maður var búinn að vinna þarna í einn vetur þá sá maður að er þetta rosalega gefandi og skemmtilegt starf. Starfsfólkið er æðislegt og krakkarnir eru frábærir líka. Þau hafa kannski tekið smá hliðarskref út af beinu brautinni með sinni hegðun en það gera allir mistök í lífinu. Þess vegna erum við þarna til að hjálpa þeim.“

„Þetta er hugsuð sem skammtímavinna fyrir einstaklinginn. Það er verið að vinna í hegðun hans til að hann geti farið með rétta hegðun aftur í sinn heimaskóla. Það er rosalega gaman að sjá bætinguna hjá krökkunum frá því að þau koma og þangað til þau útskrifast úr Brúarskóla. Þegar það tekst og nemendum gengur vel í sínum heimaskóla þá er það virkilega gaman. Í dag sé ég fyrir mér að vinna við eitthvað tengt þessu í framtíðinni. Þetta er rosalega gefandi þegar það gengur vel.“


„Þetta byrjaði þannig að pabbi og mamma ætluðu að borga bílprófið fyrir mig ef ég myndi ekki byrja að drekka áður en ég myndi taka bílpróf. Svo hefur ekki verið áhugi hjá mér“
Haukur Páll hefur aldrei drukkið áfengi líkt og margir aðrir leikmenn í leikmannahópi Vals í dag. „Þetta byrjaði þannig að pabbi og mamma ætluðu að borga bílprófið fyrir mig ef ég myndi ekki byrja að drekka áður en ég myndi taka bílpróf. Svo hefur ekki verið áhugi hjá mér. Ég get alveg skemmt mér án þess að nota áfengi. Það eru margir í Valsliðinu núna sem drekka ekki, ég held að það sé næstum helmingurinn af liðinu.“

Finnst gaman að horfa á önnur lið en bestu liðin
Auk fjölskyldu og vina eru ferðalög og golf hluti af áhugamálunum hjá Hauki. Þá horfir hann mikið á fótboltaleiki í sjónvarpinu, hvort sem það er enski, spænski, þýski eða íslenski boltinn.

„Ef ég á lausan tíma og það er fótbolti í sjónvarpinu þá horfi ég á hann. Mér fannst geðveikt þegar maður gat valið sér leik þegar allir leikir voru í boði í enska. Ef hádegisleikurinn var Norwich-Swansea þá horfði ég á hann. Mér finnst gaman að horfa ekki bara á þessu bestu lið heldur sjá líka ólíkar leikaðferðir og leikstíla,“ segir Haukur en eru einhverjir leikmenn utan stórliðanna á Englandi sem eru að hrífa hann?

„Clint Hill (Rangers) er mikill karakter og flottur leikmaður. Ég hef gaman að Snodgrass (West Ham). Ég hefði viljað sjá hann klára tímabilið með Hull. Það er öflugur leikmaður. Mér finnst Fabianski í Swansea vera hörkumarkmaður. Ef hann og Gylfi væru ekki í Swansea þá væru þeir ekki með punkt í töflunni. Í Meistaradeildinni er það svo Mbappe í Monaco. Það er drengur sem á eftir að ná langt,“ sagði Haukur að lokum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net: Valur 2. sæti
Óli Jó: Samkeppnisfærir um að vinna þetta mót
Hin Hliðin: Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Athugasemdir
banner
banner