Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. apríl 2017 16:35
Elvar Geir Magnússon
Lágmarksverð á Pepsi-deild karla hækkar
Lágmarksverð er nú 2.000 krónur.
Lágmarksverð er nú 2.000 krónur.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Búið er að hækka lágmarksverð á leiki í Pepsi-deild karla úr 1.500 krónum í 2.000 krónur.

Þetta var ákveðið á fundi hjá Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaga í efstu deild.

Vísir greinir frá þessu en félögin ráða svo sjálf hvort þau rukki meira en 2.000 krónur.

Sem dæmi kostaði 1.500 krónur á völlinn í forsölu hjá Valsmönnum í fyrra en 2.000 krónur á leikdegi.

Lína Íslensks toppfótbolta er að það sé frítt inn fyrir 16 ára og yngri en einhver félög eru að skoða að rukka 500 krónur fyrir 11-16 ára.

Pepsi-deild karla fer af stað á sunnudag en hér að neðan má sjá hvaða leikir eru í fyrstu umferð:

sunnudagur 30. apríl
17:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
17:00 ÍA-FH (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Valur-Víkingur Ó. (Valsvöllur)

mánudagur 1. maí
17:00 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
19:15 Grindavík-Stjarnan (Grindavíkurvöllur)
Athugasemdir
banner
banner