Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. apríl 2017 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matti Villa með bæði - Óttar skoraði og Viðar lagði upp
Matthías Vilhjálmsson skoraði bæði fyrir Rosenborg.
Matthías Vilhjálmsson skoraði bæði fyrir Rosenborg.
Mynd: Rosenborg
Viðar Ari lék sinn fyrsta leik fyrir Brann.
Viðar Ari lék sinn fyrsta leik fyrir Brann.
Mynd: Brann
Matthías Vilhjálmsson skaut norska stórliðinu Rosenborg áfram í bikarnum í dag. Matthías skoraði bæði mörkin þegar Rosenborg hafði betur gegn Strindheim í dag.

Nicklas Bendtner var ekki með Rosenborg í dag og Matthías nýtti sér fjarveru hans og skoraði tvö mörk í 2-0 sigri.

Flottur árangur hjá þessum fjölhæfa leikmanni, en hinn efnilegi Óttar Magnús Karlsson var einnig á skotskónum með sínu liði.

Hann kom Molde í 2-0 gegn Volda, en leiknum lauk með 3-2 sigri Molde. Volda jafnaði í 2-2, en Molde vann að lokum.

Þá lék bakvörðurinn Viðar Ari Jónsson sinn fyrsta leik fyrir Brann eftir félagsskipti sín þangað frá Fjölni.

Hann gerði sér lítið fyrir og lagði upp mark í 7-0 útisigri á smáliðinu Austevoll. Auðveldur sigur fyrir Brann þar.

Önnur Íslendingalið eins og Sandefjord, Start og Álasund komust einnig áfram úr þessari umferð.

Svíþjóð

Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í dag og þar voru fjögur Íslendingalið að spila, hvorki meira né minna.

Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Steindórsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Sundsvall í jafntefli gegn Elfsborg.

Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason og lið þeirra Hammarby gerði jafntefli í Íslendingaslag gegn Göteborg. Elías Már Ómarsson sat allan tímann á bekknum.

Bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson var einnig allan tímann á bekknum þegar Örebro gerði markalaust jafntefli gegn Hacken.
Athugasemdir
banner
banner
banner