mið 26. apríl 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Moyes ákærður
Moyes er í veseni.
Moyes er í veseni.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært David Moyes, stjóra Sunderland, fyrir ummæli sem hann lét falla við íþróttafréttakonuna Vicki Sparks hjá BBC eftir viðtal í síðasta mánuði.

Sparks tók Moyes í viðtal eftir markalaust jafntefli gegn Burnley. Nokkrum vikum síðar birtist hljóðbrot á netinu þar sem Moyes hótaði að slá Sparks eftir viðtalið.

„Þetta var farið að verða svolítið ljótt undir lokin (á viðtalinu) svo passaðu upp á sjálfa þig. Þú gætir verið slegin utan undir þó að þú sért kona," sagði Moyes við Sparks eftir viðtalið.

Moyes baðst afsökunar á atvikinu en enska knattspyrnuambandið hefur nú ákært hann. Moyes hefur tíma til 3. maí til að svara ákærunni.

Moyes er að sigla Sunderland örugglega niður úr ensku úrvalsdeildinni en liðið er tólf stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir.

Athugasemdir
banner
banner