Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 26. apríl 2017 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moyes: Við erum ekki heimskir
Moyes er í vondum málum.
Moyes er í vondum málum.
Mynd: Getty Images
Sunderland er í sannkölluðum skítamálum á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir tap gegn Middlesbrough í kvöld er liðið tíu stigum frá öruggu sæti og á fimm leiki eftir.

„Við fengum ekki góð úrslit , en mér fannst við spila vel. Þeir fengu engin færi fyrir utan markið. Við gáfum þeim slakt mark, en ég get ekki kennt leikmönnunum um," sagði David Moyes, stjóri Sunderland, eftir 1-0 tap gegn Boro í kvöld.

„Stundum gera litlu hlutirnir mesta muninn. Við fengum á okkur mark, en eftir það spiluðum við mjög vel."

Moyes heldur í vonina þrátt fyrir að allt líti út fyrir það að Sunderland spili í Championship-deildinni á næstu leiktíð.

„Á meðan möguleikinn er til staðar, þá höldum við áfram. Góð frammistaða leiðir til úrslita, þannig virkar hlutirnir," sagði hann.

„Mér finnst við hafa verið að spila vel í síðustu leikjum. Við vitum hver staða okkar er, við erum ekki heimskir, við vitum nákvæmlega hvar við erum. Við verðum að reyna að vinna alla leiki," sagði Moyes að lokum.
Athugasemdir
banner
banner