banner
   mið 26. apríl 2017 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndbandstækni verður notuð á HM 2018
Myndbandsdómarar að störfum.
Myndbandsdómarar að störfum.
Mynd: Getty Images
Myndbandsdómarar verða notaðir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018, þetta staðfestir Gianni Infantino, forseti FIFA.

Myndbandstæknin verður aðeins notuð í keppninni til að skoða atvik sem tengjast mörkum, rauðum spjöldum, ef að rangur maður er dæmdur brotlegur og vítaspyrnur.

„Við munum nota myndbandstækni þar sem við höfum aðeins fengið jákvæða gagnrýni hingað til," sagði Infantino.

Myndbandstækni var fyrst kynnt til sögunnar í keppni hjá FIFA á HM félagsliða í Japan á síðasta ári.

Hún var einnig notuð í vináttulandsleik Frakka og Spánverja í síðasta mánuði þar sem tveimur röngum dómum var breytt.

Nokkrar deildir hafa notast við myndbandstækni upp á síðkastið og fljótlega gæti hún verið tekin upp í enska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner