Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. apríl 2017 13:34
Elvar Geir Magnússon
Pogba spilar ekki gegn Man City
Pogba verður ekki með í stórleiknum á morgun.
Pogba verður ekki með í stórleiknum á morgun.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Paul Pogba er ekki leikfær vegna meiðsla aftan í læri og missir af mikilvægum grannaslag Manchester United gegn Manchester City á Etihad leikvanginum á morgun.

Frá þessu greindi Jose Mourinho á fréttamannafundi í dag en hann var með betri fréttir af Ander Herrera og Antonio Valencia sem verða með.

Chris Smalling og Phil Jones eru enn á meiðslalistanum.

Á fundinum tjáði Mourinho sig líka um meiðsli Zlatan Ibrahimovic sem verður ekki meira með á tímabilinu.

„Hans bíður stór aðgerð og löng endurhæfing. En framtíðin er í höndum náunga sem er gríðarlega sterkur andlega. Hann sagði á samskiptamiðlum að hann muni hætta þega hann vill hætta, ekki þegar fólki finnst að hann eigi að gera það," segir Mourinho sem vill ekkert segja til um framtíð Zlatan hjá United.

City er í fjórða sæti en United í því fimmta og geta Rauðu djöflarnir komist upp í Meistaradeildarsæti með sigri.

Stjórar þessara liða hafa eldað grátt silfur sín á milli enda stýrði Mourinho Real Madrid þegar Pep Guardiola var með Barcelona. Miðað við ummæli Mourinho á fréttamannafundinum virðist samband þeirra þó vera að batna.

„Við erum nágrannar. Þegar við hittumst þá heilsum við hvor öðrum," segir Mourinho.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner