Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 26. apríl 2017 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PSG slátraði Mónakó í franska bikarnum
PSG fór létt með Mónakó.
PSG fór létt með Mónakó.
Mynd: Getty Images
PSG 5 - 0 Mónakó
1-0 Julian Draxler ('26 )
2-0 Edinson Cavani ('31 )
3-0 Safwan Mbaé ('50, sjálfsmark )
4-0 Blaise Matuidi ('52 )
5-0 Marquinhos ('90 )

Mónakó er lið sem hefur unnið hug og hjörtu fótboltaáhugamanna með frammistöðu sinni í Meistaradeild Evrópu. Þeir mættu Paris Saint-Germain í franska bikarnum í kvöld og steinlágu.

Mónakó hvíldi marga af sínum bestu mönnum og spiluðu Kylian Mbappe og Falcao m.a. ekki. Þeir voru ekki einu sinni í hóp.

Það kostaði Mónakó því þeir fengu skell á Parc des Princes í París í kvöld. Lokatölur 5-0 fyrir PSG, sem byrjaði með sterkara lið.

PSG fer í bikarúrslit, en Mónakó er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Þar mæta þeir Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner