Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. apríl 2017 17:30
Elvar Geir Magnússon
Rashford er lokaður: Ég á fáa vini
Marcus Rashford fagnar marki.
Marcus Rashford fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Marcus Rashford er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Manchester United, Þessi 19 ára strákur er uppalinn hjá félaginu.

Rashford veitir ekki mikið af viðtölum en hann samþykkti að tala við Telegraph og opnaði sig aðeins um lífið utan vallar.

Þar segir hann meðal annars frá því að hann eigi fáa en nána vini.

„Vinahópur minn er frekar lokaður. Ég er ekki að taka inn nýtt fólk, kannski er það neikvætt en ég gef ekki neinum tækifæri til að hafa neikvæð áhrif á mig," segir Rashford.

„Ég umgengst sömu vini og ég gerði þegar ég var 7-10 ára."

Framtíð Zlatan Ibrahimovic í boltanum er í óvissu eftir að hann meiddist illa í Evrópudeildarleik gegn Anderlecht. Rashford segir að Zlatan hafi gert sig betri.

„Á næstu árum mun sjást hvað ég hef grætt af því að vera með honum í liði. Það sem ég hef lært af honum er ómetanlegt," segir Rashford.
Athugasemdir
banner
banner