Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. apríl 2017 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Silva ólíklega með gegn Man Utd - Aguero betri
Silva spilar líklega ekki í grannaslagnum.
Silva spilar líklega ekki í grannaslagnum.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir það ólíklegt að David Silva spili í grannaslagnum mikilvæga gegn Manchester United á morgun. Hann býst þó við því að geta valið sóknarleikmennina Sergio Aguero og Gabriel Jesus í leikmannahóp sinn.

Silva meiddist í undanúrslitum bikarsins gegn Arsenal á sunnudag. Silva þurfti að fara af velli eftir tæklingu frá Gabriel, varnarmanni Arsenal, og Guardiola býst ekki við því að hann spili á morgun.

„Það er mjög, mjög ólíklegt að David Silva spili, ég veit ekki hvort að hann sé tilbúinn að spila eftir það sem gerðist á fyrstu mínútunum í undanúrslitunum," sagði Guardiola við blaðamenn.

„Sergio er mikið betri. Hann tók þátt á æfingu í dag," sagði Gurdiola einnig, en hann býst við að Gabriel Jesus snúi aftur.

„Gabriel finnur ekki fyrir neinum verk svo hann er tilbúinn, en eftir þrjá mánuði í burtu er hann kannski ekki í besta standinu."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner