Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. apríl 2017 11:51
Magnús Már Einarsson
Taylor í tveggja leikja bann fyrir fótbrotið á Coleman
Mynd: Getty Images
Neil Taylor, varnarmaður Wales, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir tæklingu sína á Seamus Coleman í leik gegn Írlandi í síðasta mánuði.

Taylor fékk beint rautt spjald fyrir tæklinguna en Coleman fótbrotnaði við hana.

Í dag var Taylor úrskurðaður í tveggja leikja bann.

Hann missir því af leikjum Wales gegn Serbíu í júní og gegn Austurríki í september.

Coleman fótbrotnaði mjög illa og verður lengi frá keppni vegna meiðslanna.
Athugasemdir
banner
banner