Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. apríl 2017 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það tók Mascherano sjö ár að skora fyrsta markið
Mascherano skoraði loksins.
Mascherano skoraði loksins.
Mynd: Getty Images
Langri bið Javier Mascherano lauk í kvöld þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona.

Mascherano skoraði sjötta mark Börsunga í 7-1 sigri á Osasuna í kvöld, en mark Mascherano kom úr vítaspyrnu.

Þar með lauk sjö ára bið hans eftir fyrsta markinu með Barcelona, en hann kom til spænska félagsins frá Liverpool árið 2010.

Síðan þá hefur hann leikið 194 leiki og átt 31 skot, en aðeins eitt hefur ratað í markið, vítaspyrnan í kvöld.

Barcelona er í harðri baráttu við Real Madrid. Eftir 7-1 sigurinn áðan eru Börsungar með þriggja stiga forystu, en erkifjendur þeirra frá Madríd eiga tvo leiki til góða.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner