Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. apríl 2017 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham hefur aldrei fengið fleiri stig en núna
Spurs hefur verið að gera frábæra hluti.
Spurs hefur verið að gera frábæra hluti.
Mynd: Getty Images
Tottenham er eina liðið sem veitir Chelsea mótspyrnu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Þeir gefast ekki upp.

Þeir mættu Crystal Palace á Selhurst Park í kvöld og það var mikið undir. Tottenham varð að vinna þar sem Chelsea vann sinn leik gegn Southampton á heimavelli í gærkvöldi.

Tottenham var í vandræðum framan með að brjóta Crystal Palace niður, en það tókst að lokum á 78. mínútu. Þá skoraði hinn danski Christian Eriksen með laglegu skoti.

Tottenham er núna með 74 stig, fjórum stigum á eftir Chelsea. Tottenham náði merkum áfanga í kvöld þar sem liðið hefur aldrei náð jafnmörgum stigum og nú.

Besti árangur liðsins var áður 72 stig, en í kvöld komst liðið yfir þann vegg. Þeir eru núna með 74 stig og geta verið kátir með það.

Annað sem þeir geta verið kátir með, þeir eiga þrjá afkastamestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í Harry Kane, Dele Alli og Christian Eriksen. Þessir hafa komið að flestum mörkum í deildinni.





Athugasemdir
banner
banner
banner