Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 26. apríl 2017 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Mbappe er of dýr fyrir Arsenal
Mbappe er eftirsóttur.
Mbappe er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið fylgist vel með ungstirninu Kylian Mbappe. Hann telur þó að sínir menn hafi lítinn möguleika á því landa þessum umtalaða leikmanni.

Mbappe hefur fljótt skotist upp á stjörnuhimininn eftir magnaða frammistöðu með Mónakó á tímabilinu. Hann hefur sérstaklega slegið í gegn í Meistaradeildinni.

Mörg lið fylgjast með Mbappe, þar á meðal Arsenal, en Wenger telur að þessi franski leikmaður sé of dýr fyrir skytturnar.

„Auðvitað erum við að fylgjast með Mbappe," sagði Wenger við SFR Sport. „Það væri lygi að segja að við værum ekki að fylgjast með honum," sagði hann enn fremur.

„En hann er líka undir smásjánni hjá liðum sem hafa kannski fleiri möguleika en við fjárhagslega séð."
Athugasemdir
banner
banner
banner