Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. apríl 2017 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Sanchez átti að fá gult spjald í lokin
Wenger fékk sigur í kvöld.
Wenger fékk sigur í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Það var erfitt að brjóta Leicester niður, en við vorum þolinmóðir og gáfum engin færi á okkur," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal eftir 1-0 sigur á Leicester í kvöld.

„Við sköpuðum nokkur hættuleg færi. Við þurftum að gefa allt á sunnudaginn, við þurftum að spila framlengingu."

Arsenal er enn í Meistaradeildarbaráttu og Wenger heldur í vonina. Hann hugsar bara um sitt lið, engin önnur.

„Allir sigrar gefa þér auka hvatningu. Ég held ekki með neinu liði í Manchester-slagnum, við hugsum ekki um önnur lið," sagði Wenger, en Man Utd og Man City mætast á morgun.

Furðulegt atvik átti sér stað undir lok leiks þegar Christian Fuchs, bakvörður Leicester kastaði boltanum í Alexis Sanchez, leikmann Arsenal, sem lét sig falla með tilþrifum.

„Ég tel að Christian Fuchs hafi átt að fá gult spjald í lokin og Sanchez líka," sagði Wenger.
Athugasemdir
banner
banner