Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. apríl 2017 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Wenger: Sanchez ekki seldur innan ensku deildarinnar
Wenger vill ekki þurfa að mæta Sanchez í ensku deildinni.
Wenger vill ekki þurfa að mæta Sanchez í ensku deildinni.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir að hann ætli ekki að selja Alexis Sanchez til liðs í ensku úrvalsdeildinni.

Sanchez sem er 28 ára gamall landsliðsmaður Chile á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en ekkert virðist stefna í að hann geri nýjan samning.

„Ég held að ég myndi ekki selja hann til neins úrvalsdeildarfélags, það er klárt," sagði Wenger við fréttamenn í gær.

„En eins og ég hef sagt áður þá held ég líka að hann verði áfram hjá okkur og skrifi undir nýjan samning."

Wenger á sjálfur eftir að staðfesta eigin framtíð hjá félaginu en segir þó að hann sé að vinna í að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð. Hann er orðinn 67 ára og verður samningslaus í sumar. Honum býðst nýr tveggja ára samningur.

„Ég vinn fram á lokadag tímabilsins fyrir nútíð og framtíð. Kaup á leikmönnum eru framtíð félagsins og mjög mikilvæg," sagði hann.

„Framtíð mín er ekki það sem skiptir máli, það sem er mikilvægt er framtíð félagsins."
Athugasemdir
banner
banner