Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 26. apríl 2018 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Allt að sjóða upp úr - Vrasljko og Simeone reknir útaf
Mynd: Getty Images
Fyrsti stundarfjórðungur undanúrslitaleiks Arsenal og Atletico Madrid í Evrópudeildinni hefur verið ansi tíðindamikill.

Gestirnir frá Madríd eru manni færri og þjálfaralausir eftir funheita byrjun þar sem Alexandre Lacazette komst tvisvar sinnum nálægt því að koma heimamönnum yfir.

Sime Vrsaljko, hægri bakvörður Atletico, fékk gult spjald á upphafsmínútunum og fékk svo annað gult þegar hann var of seinn í boltann og traðkaði á Lacazette.

Diego Simeone gjörsamlega sturlaðist þegar Vrsaljko var rekinn af velli og öskraði af lífs og sálar kröftum á hliðarlínunni.

SImeone heimtaði gult spjald þegar Hector Bellerin gerðist brotlegur en Clement Turpin, dómari leiksins, var búinn að fá nóg og sendi þjálfarann upp í stúku.
Athugasemdir
banner
banner