Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. apríl 2018 12:19
Magnús Már Einarsson
Búið að bjóða 800 milljónir punda í Wembley
Wembley.
Wembley.
Mynd: Getty Images
Shahid Kahn, eigandi Fulham og Jacksonville Jaguars í NFL deildinni, hefur boðið enska knattspyrnusambandinu 800 milljónir punda til að kaupa Wembley leikvanginn.

Kahn vill vera fyrstur til að vera með NFL lið utan Ameríku og hann sér Wembley sem vænlegan heimavöll fyrir amerískan fótbolta.

Viðræður eru nú í gangi á milli Kahn og enska knattspyrnusambandsins.

Samkvæmt fréttum frá Englandi er líklegt að enska landsliðið spili áfram flesta heimaleiki sína á Wembley þó að Kahn kaupi leikvanginn.

Skrifstofur enska knattspyrnusambandsins verða væntanlega einnig áfram á Wembley þó Kahn kaupi leikvanginn. Enska sambandið er alvarlega að íhuga að selja og nota hluta af kaupverðinu í að styrkja grasrótina í enskum fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner