Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. apríl 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeildin - Hjörvar Hafliða velur sitt lið
Liðið hjá Hjörvari.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Liðið hjá Hjörvari. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi-deildin hefst á morgun þegar tveir leikir eru á dagskrá. Draumaliðsdeild Eyjabita er opin og við hvetjum fólk til að skrá lið sitt til leiks í tæka tíð fyrir klukkan 19:00 á morgun!

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, er klár með sitt lið. Hjörvar gaf sér tíma til að velja lið á milli þess sem hann samdi spurningar fyrir fótbolta Pub Quiz sem hann er með í Keiluhöllinni í Egilshöll í kvöld klukkan 21:00.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

„Ég valdi alla skilvirkustu deildarinnar í liðið. Ég legg allt mitt traust á þessa fimmmenninga," sagði Hjörvar.

„Til þess að allt gangi upp þá þarf Sigurður Egill að taka vítaspyrnurnar hjá Val. Óskar Örn hefur lagt mikið kapp á að æfa vítaspyrnur að undanförnu, Guðjón Baldvinsson tekur vítaspyrnurnar hjá Stjörnunni og ég veit að Óli Kristjáns hefur hrifist af vítaspyrnunum hjá Steven Lennon.

„Einar Orri er þarna því ég veit að hann hefur tekið sig vel á. Það eru mörk í þessum strák. Það vita það ekki allir en við Suðurnesjamenn vitum það. Hann verður líka vítaskytta Keflvíkinga."

„Jón Ingason er í Bandaríkjunum en samkvæmt mínum heimildarmönnum í Grindavík þá tekur hann vítaspyrnurnar í sumar."

„Derby í markinu er þekktur vítabani samkvæmt mínum heimildarmönnum í El Salvador. Hann getur varið víti og sömuleiðis lagt upp. Hann gæti líka mögulega tekið vítin."


Sjá einnig:
Andri Rúnar Bjarnason velur sitt lið
Orri Sigurður Ómarsson velur sitt lið
Böddi löpp velur sitt lið
Lucas Arnold velur sitt lið
Tómas Þór velur sitt lið
Hörður Björgvin velur sitt lið
Gunnar Jarl velur sitt lið
Benedikt Bóas velur sitt lið
Rúnar Alex velur sitt lið
Stefán Árni velur sitt lið
Topp tíu - Vinsælustu leikmenn Draumaliðsdeildarinnar
Jóhann Alfreð velur sitt lið
Hjálmar Örn velur sitt lið
Óttar Magnús velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner