Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. apríl 2018 12:49
Magnús Már Einarsson
Gervigras á Kópavogsvöll fyrir næsta sumar
5 lið á gervigrasi í Pepsi-deildinni næsta sumar?
Frá Kópavogsvelli.
Frá Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ákveðið hefur verið að leggja gervigras á Kópavogsvöll en þetta var staðfest á bæjarráðsfundi í Kópavogi á morgun. Breiðablik spilar á grasi í Pepsi-deild karla og kvenna í sumar en frá og með næsta tímabili leika liðin á gervigrasi.

Á fundi bæjarráðs í Kópavogi morgun var líka samþykkt að endurnýja gervigrasið í Fagralundi. Kastgreinar í frjálsum íþróttum fara af Kópavogsvelli þegar gervigrasið kemur en byggja á upp á kastsvæði vestan áhorfendastúku Kópavogsvallar.

Þrýstingur hefur verið hjá Breiðabliki að fjölga gervigrasvöllum þar sem aðstaða félagsins í Fífunni er sprungin. Hugmyndir voru uppi um gervigrasvöll við hliðina á Fífunni en ákveðið var á fundi bæjarráðs að leggja gervigras á Kópavogsvöll.

Víkingur R. tilkynnti á dögunum að gervigras verði lagt á Víkingsvöll fyrir næsta sumar. Í Pepsi-deild karla spila Stjarnan og Valur nú þegar á gervigrasi auk þess sem verið er að leggja gervigras á heimavöll Fylkis.
Athugasemdir
banner
banner