Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 26. apríl 2018 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Hin Hliðin - Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Magdalena Anna Reimus.
Magdalena Anna Reimus.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spáir Selfossi 8. sæti í Pepsi-deild kvenna í sumar. Í tengslum við spána sýnir einn leikmaður í hverju liði á sér hina hliðina. Hjá Selfossi er það Magdalena Anna Reimus.

Fullt nafn: Magdalena Anna Reimus

Gælunafn sem þú þolir ekki: Anna

Aldur: 22

Hjúskaparstaða: Einhleyp

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 30.07.2009

Uppáhalds drykkur: Kristall og Pepsi

Uppáhalds matsölustaður: Enginn, mömmu matur er bestur.

Hvernig bíl áttu: Hyundai Getz

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Grey´s Anatomy

Uppáhalds tónlistarmaður: Sylwia Grzeszczak (pólsk tónlistarkona)

Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Brynja Valgeirsdóttir

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðarber, hlaup og smarties

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Salsa emoji

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Fjarðarbyggð

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Dóra María Lárusdóttir

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Heiðdis Sigurjónsdóttir

Sætasti sigurinn: Borgunarbikar 2015 Selfoss vs Valur í undanúrslitum

Mestu vonbrigðin: Úrslit í bikar á móti Stjörnunni 2015

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Elín Metta

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Hafa fleiri verkefni fyrir U-21 eða U-23 landslið kvenna

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sindri Snær Magnússon

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Heiðdís Sigurjónsdóttir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Barbára

Uppáhalds staður á Íslandi: Selfoss

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Markið á móti ÍA sumarið 2017.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Fer á klósettið

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, körfubolta, handbolta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Magista

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræði

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Hef aldrei fylgist mikið með Eurovision

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Brynja Valgeirsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Kristrún Rut Antonsdóttir.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef átt 9 heimili yfir ævina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner