Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. apríl 2018 08:45
Magnús Már Einarsson
Liverpool ætlar að hafna tilboðum Real í Salah
Powerade
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Ryan Sessegnon er á óskalista Manchester United.
Ryan Sessegnon er á óskalista Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru farin að skoða alls konar félagaskipti fyrir sumarið. Kíkjum á þetta!



Liverpool ætlar að hafna öllum tilboðum frá Real Madrid í Mohamed Salah (25). Liverpool verðmetur Salah á 200 milljónir punda. (Mail)

Monchi, yfirmaður íþróttamála hjá Roma, hefur varið söluna á Salah til Liverpool. Hann segir að Roma hafi þurft að selja Salah til að standast fjárhagsreglur FIFA. (Guardian)

Real Madrid er að skoða fjóra leikmenn Manchester City en þeir eru Leroy Sane (22), Raheem Sterling (23), Kevin de Bruyne (26) og John Stones (23). (Manchester Evening News)

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, segist ekkert hafa rætt við Arsenal um stjórastöðuna. Þessi lið mætast í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. (Mirror)

Patrick Vieira segir að hann myndi íhuga að taka við Arsenal í sumar. Vieira er í dag þjálfari New York. (Times)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er tilbúinn að leyfa Anthony Martial (22) að fara í sumar. (Manchester Evening News)

United vonast til að ná að sannfæra vinstri bakvörðinn Ryan Sessegnon (17) um að koma frá Fulham. (Times)

United gæti einnig reynt að fá Jonny Evans (30) varnarmann WBA en hann er falur fyrir þrjár milljónir punda ef WBA fellur. (Sun)

Barcelona er að íhuga að fá bakvörðinn Marcos Alonso (27) bakvörð Chelsea. Barcelona ætlar að gera Alonso að miðverði og láta hann fylla skarð Gerard Pique. (Goal)

Arsenal ætlar að berjast við Manchester United og Chelsea um Radja Nainggolan (29) miðjumann Roma. (Sun)

Manchester City og Manchester United vilja bæði fá miðjumanninn Jorginho (26) frá Napoli. (Star)

Tottenham vill fá þrjá portúgalska leikmenn í sumar. Það eru kantmaðurinn Gelson Martins (22) hjá Sporting Lisabon, hægri bakvörðurinn Ceric Soares (26) hjá Southampton og miðjumaðurinn Ruben Neves (21) hjá Wolves. (Mirror)

West Ham hefur ákveðið að kaupa ekki markvörðinn Joe Hart (31) frá Manchester City þegar lánssamningur hans rennur út í sumar. (Metro)

West Ham ætlar að styrkja vörnina í sumar en Alfie Mawson (24) hjá Swansea og Lewis Dunk (26) hjá Brighton eru efstir á óskalistanum. (Star)

Crystal Palace vill fá miðjumanninn Leander Dendoncker (23) frá Anderlecht. (Mail)

Newcastle er á meðal félaga sem hefur áhuga á Abel Hernandez (27) framherja Hull en hann verður samningslaus í sumar. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner