banner
   fim 26. apríl 2018 14:35
Magnús Már Einarsson
Liverpool óskar eftir neyðarfundi með Roma og UEFA
Mynd í nágrenni Anfield fyrir fyrri leikinn.
Mynd í nágrenni Anfield fyrir fyrri leikinn.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur óskað etir neyðarfundi með forráðamönnum Roma, UEFA og ítölskum lögregluyfirvöldum en stefnt er á að fundinn fari fram í Rómarborg á morgun.

Ástæðan er sú að Liverpool hefur áhyggjur af öryggi stuðningsmanna fyrir síðari leikinn gegn Roma í undaúrslitum Meistaradeildarinnar næstkomandi miðvikudagskvöld.

Sean Cox, 53 ára stuðningsmaður Liverpool, er í lífshættu eftir að tveir stuðningsmenn Roma réðust á hann fyrir fyrri leikinn á Anfield í fyrrakvöld.

Liverpool hefur selt þá 5000 miða sem félagið fékk á síðari leikinn á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Roma hefur skipað Liverpool að skrifa nafn stuðningsmanna á hvern miða. Stuðningsmenn þurfa síðan að sýna vegabréf við inngöngu á völlinn til að komast inn.

Lögreglan í Roma hefur mælt með því að stuðningsmenn Liverpool sem eiga ekki miða á leikinn ferðist ekki til Rómarborgar fyrir leikinn.

Liverpool hefur áhyggjur af öryggi stuðningsmanna og hefur því kallað til fundarins á morgun. Lögreglan í Liverpool mun einnig senda fulltrúa frá sér á leikinn í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner