Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. apríl 2018 13:50
Magnús Már Einarsson
Nýir dómarar gætu fengið séns í Pepsi-deildinni
Elli og Þorri missa af byrjun móts
Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ.
Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Möguleiki er á að nýir dómarar fái að þreyta frumraun sína í Pepsi-deild karla í fyrstu umferðunum í vor. Enginn nýr dómari verður í fyrstu umferðinni en Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar segir að nýir dómarar gætu fengið tækifæri í næstu umferðum.

„Við komum klárlega til með að sjá ný andlit. Það eru menn sem eru að standa sig virkilega vel og eiga skilið að fá tækifæri," sagði Kristinn við Fótbolta.net í dag.

„Við erum líka að horfa til framtíðar. Hópurinn er ekki mjög stór og hann hefur elst líka. Við höfum misst út frábæra dómara, því miður, og við verðum að horfa til framtíðar. Það er mjög bjart framundan. Það mikið af ungum og efnilegum dómurum."

Erlendur Eiríksson og Þorvaldur Árnason eru báðir að glíma við meiðsli og einhverjar vikur eru í að þeir verði klárir. Þeir gátu ekki klárað þrekpróf dómara á dögunum sökum meiðsla. Elli og Þorri fara í prófið þegar þeir jafna sig af meiðslum.

Kristinn segir að dómarar komi í mjög góðu formi inn í sumarið.„Hlaupatestið hefur aldrei heppnast eins vel. Það hafa aldrei áður farið svona margir í gegnum það. Tölurnar í sprettunum og öðru slíku hafa aldrei verið eins lágar. Það er góð auglýsing fyrir fitness þjálfarann okkar og dómarana sjálfa. Þeir hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Við erum mjög bjartir."

Sjá einnig:
Ívar Orri dæmir leik Vals og KR
Kiddi Jak útskýrir nýja samninga dómara

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner