Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 26. apríl 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Rodwell gæti fengið sex milljónir á viku í C-deildinni
Jack Rodwell.
Jack Rodwell.
Mynd: Getty Images
Það er allt í rugli hjá Sunderland þessa dagana en liðið er fallið úr ensku Championship deildinni, ári eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni. Chris Coleman hætti sem landsliðsþjálfari Wales í vetur til að reyna að rétta skútuna við hjá Sunderland en það hefur ekki gengið.

Í dag var Coleman spurður út í miðjumanninn Jack Rodwell sem er ennþá á mála hjá Sunderland með 70 þúsund pund (9,9 milljónir króna) í laun á viku.

Rodwell æfir nú með U23 ára liði Sunderland en þessi fyrrum leikmaður Everton og Manchester City hefur einungis komið við sögu í tveimur leikjum á tímabilinu.

Coleman sagðist í dag ekki vita hvar hugur Rodwell er og útilokaði að leikmaðurinn spili gegn Fulham á morgun.

Rodwell mun sjálfkrafa lækka niður í 43 þúsund pund (6 milljónir króna) í vikulaun þegar Sunderland fer í C-deildina en það eru hærri laun en margir leikmenn í úrvalsdeildinni hafa og margfalt hærri laun en aðrir leikmenn í ensku C-deildinni eru með.

Sunderland mun því væntanlega leggja allt í sölurnar til að losa sig við Rodwell í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner