Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. apríl 2018 14:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
Vieira opinn fyrir því að taka við Arsenal
Mynd: Getty Images
Patrick Vieira segist opinn fyrir því að hefja viðræður við Arsenal um að taka við af Arsene Wenger, þjálfara Arsenal er hann lætur af störfum í sumar.

Þessi fyrrum miðjumaður og fyrirliði Skyttanna hefur gert góða hluti sem þjálfari New York City undanfarið þar sem þeir hafa byrjað tímabilið vel og sitja á toppi Austurdeildar MLS.

Vieira hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki Arsene Wenger þar sem samningur hans við New York City lýkur í nóvember.

Spurður út í mögulega endurkomu til Arsenal hafði hann þetta að segja.

„Ég mun alltaf hafa djúpar tilfinningar til Arsenal. Það er ekki nóg til þess að þjálfa liðið en ég er tilbúinn að þjálfa lið í Evrópu." sagði Vieira.

Frakkinn knái sem var keyptur til Arsenal árið 1996 hefur trú á að Wenger eigi sér framtíð sem þjálfari og gagnrýnir meðferðina sem hann hefur fengið frá aðdáendum Arsenal.

„Mér finnst hann hafa fengið harkalega meðferð. Ég skil að aðdáendur geti orðið pirraðir en þeir gleyma gærdeginum. Aðdáendur lifa í núinu en það er heimurinn sem við búum við, sagði Vieira.

„Arsene hefur verið þarna í 22 ár en hversu mörg tækifæri fékk hann til þess að þjálfa stærri nöfn en Arsenal en gerði aldrei því að forgangur hans var Arsenal? Stundum gleyma aðdáendur því."

„Ég sé hann ekki setjast í helgan stein. Ég tel hann enn hafa orkuna, ástina og ástríðuna til þess að halda áfram. Hans tími var kannski kominn hjá Arsenal en ég er viss um að hann getur endurbyggt eitthvað, einhverstaðar."
Athugasemdir
banner
banner