fim 26. apríl 2018 15:07
Magnús Már Einarsson
Aris Vaporakis í markið hjá Víkingi R. (Staðfest)
Víkingur mætir Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á laugardaginn.
Víkingur mætir Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. er að fá til liðs við sig markvörðinn Aris Va­porak­is á láni frá Helsingör í dönsku B-deildinni en þetta kemur fram á heimasíðu síðarnefnda félagsins. Lánssamningurinn gildir þar til í október.

Róbert Örn Óskarsson verður ekki með Víkingi í sumar og markmannsleit liðsins hefur gengið illa í vetur.

Danski markvörðurinn Andreas Larsen var líklega á leiðinni til Víkings en nú er ljóst að hann kemur ekki. Þess í stað er Víkingur að landa hinum 23 ára gamla Vaporakis.

Hann verður í markinu gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á laugardag ef leikheimild berst í tæka tíð.

Aris lék á sínum tíma bæði með U20 og U19 ára landsliði Danmerkur.

„Ég er að fara þangað til að fá spiltíma og bæta mig sem leikmaður og persóna. Það verður spennandi að prófa að spila og búa í öðru landi og upplifa aðra menningu," sagði Vaporakis við heimasíðu Helsingör.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Embed from Getty Images
Aris í leik í Danmörku.

Aris er mættur í Draumaliðsdeildina
Kemst hann í þitt lið?
Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner