Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. apríl 2018 12:39
Magnús Már Einarsson
Zlatan fer ekki með Svíum á HM
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Sænska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Zlatan Ibrahimovic, framherji LA Galaxy, verði ekki í hópnum sem fer á HM í sumar.

Hinn 36 ára gamli Zlatan hætti að spila með landsliði Svíþjóðar eftir EM 2016 en á dögunum gaf hann í skyn að hann yrði í hópnum á HM í sumar.

„Ég ræddi við Zlatan á þriðjudag. Hann tjáði mér að hann hafi ekki breytt afstöðu sinni gagnvart landsliðinu. Hann segir ennþá nei," sagði Lars Richt hjá sænska knattspyrnusambandinu í dag.

Zlatan verður því ekki í hópnum sem Janne Andersson landsliðsþjálfari velur þann 15. maí.

Hins vegar eru sögusagnir um að Zlatan mæti til Rússlands til að starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi eða til að auglýsa fyrir styrktaraðila.

Svíþjóð er í riðli með Þýskalandi, Mexíkó og Suður-Kóreu á HM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner