Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. maí 2015 19:00
Arnar Daði Arnarsson
Byrjunarlið Stjörnunnar og FH: Doumbia og Præst snúa aftur
Þrjár breytingar hjá Stjörnunni
Kassim Doumbia byrjar hjá FH í kvöld.
Kassim Doumbia byrjar hjá FH í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleikur í Pepsi-deild karla fer fram í kvöld þegar Stjarnan og FH mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ. Það þekkja ef til vill allir söguna á bakvið þessi lið frá því í fyrra. Það má því búast við að allt verði gefið í þennan leik.

Beinar textalýsingar:
19:15 Leiknir R. - Víkingur R.
19:15 ÍA - Breiðablik
20:00 Stjarnan - FH

Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar gerir þrjár breytingar á sínu liði. Garðar Jóhannsson og Veigar Páll byrja sína fyrstu leiki í sumar. Þeir koma inn í liðið í stað Arnars Más og Jeppe Hansen. Athyglisvert, þar sem Daninn skoraði tvö mörk í síðasta leik.

Præst kemur svo inn í byrjunarliðið eftir langvarandi meiðsli í stað Pablo Punyed.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH gerir tvær breytingar á sínu liði frá 4-1 sigrinum á ÍA í síðustu umferð. Atli Viðar og Brynjar Ásgeir fara á bekkinn í stað Jeremy Serwy og Kassim Doumbia. Sá síðast nefndi er að fara spila sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deildinni ár, eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann frá því í fyrra.

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst Möller
6. Þorri Geir Rúnarsson
9. Daníel Laxdal
10. Veigar Páll Gunnarsson
12. Heiðar Ægisson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
23. Halldór Orri Björnsson
27. Garðar Jóhannsson

Byrjunarlið FH:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
5. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson
7. Steven Lennon
10. Davíð Þór Viðarsson
11. Atli Guðnason
13. Bjarni Þór Viðarsson
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy
Athugasemdir
banner
banner
banner