Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. maí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carlo Ancelotti í viðræðum við AC Milan
Mynd: Getty Images
AC Milan sárvantar nýjan þjálfara eftir slakt gengi síðustu tímabil og virðist Carlo Ancelotti fullkominn í starfið.

Ancelotti stýrði Milan í átta ár við góðan orðstír áður en hann tók við Chelsea, Paris Saint-Germain og loks Real Madrid.

Adriano Galliani, framkvæmdastjóri Milan, flaug til Madrídar ásamt ráðgjafanum Ernesto Bronzetti og ræddu þeir þrír framtíðaráform félagsins.

Silvio Berlusconi, forseti Milan, hefur úr nógu að velja en vill bíða með allt til þess að reyna að fá Ancelotti aftur í starfið.

Unai Emery, þjálfari Sevilla, gæti tekið við félaginu, en einnig Maurizio Sarri þjálfari Empoli og Sinisa Mihajlovic hjá Sampdoria, sem er þó á leið til Napoli samkvæmt fregnum frá Ítalíu.

Vincenzo Montella, þjálfari Fiorentina, og landsliðsþjálfarinn Antonio Conte virðast vera einu kostirnir sem Berlusconi vill fá til félagsins fyrir utan Ancelotti.

Þá er einn annar möguleiki í myndinni, sá að Christian Brocchi þjálfari unglingaliðsins taki við og Marcello Lippi, sem vann HM við stjórn ítalska landsliðsins, verði þá ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi.
Athugasemdir
banner
banner