Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. maí 2015 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dani Alves á leið burt: Þetta snýst um virðingu
Mynd: Getty Images
Dani Alves er líklega á leið frá Barcelona í sumar og talaði um að honum hafi verið sýnd vanvirðing í samningsviðræðum á tímabilinu.

Samningur Alves rennur út í sumar og vildi Barcelona ekki semja við bakvörðinn fyrr en FIFA greindi frá því að félagið væri í kaupbanni til 2016.

„Ég hef þurft að þola mikið þetta tímabil og þess vegna er ég að tala við fjölmiðla. Mér líður eins og mér hafi verið sýnd vanvirðing," sagði Alves á fréttamannafundi í gær.

„Ég er ekki búinn að ákveða framtíð mína. Ég hef ýmsa möguleika til að velja úr en ég ætla ekki að taka ákvörðun fyrr en eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Ég veit að félagið vildi ekki gera samning við mig þar til eftir ákvörðun FIFA. Ég er búinn að tala við forsetann og segja honum hvað ég vil. Þetta snýst ekki um peninga, þetta snýst um að vera virtur og metinn að verðleikum."


Alves kom til Barcelona fyrir sjö árum og hefur verið lykilmaður hjá félaginu og unnið deildina fimm sinnum, Konungsbikarinn tvisvar og Meistaradeildina tvisvar. Hann getur bætt tveimur bikurum við safnið á næstu dögum enda eru Börsungar komnir í úrslit Konungsbikarsins og Meistaradeildarinnar.

Þessi orð benda sterklega til þess að Alves sé á förum í sumar þó að, eins og hann segir sjálfur, ekkert sé ákveðið.

„Mér líður eins og ég sé 200% partur af liðinu en bara 10% partur af klúbbnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner