Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 26. maí 2015 12:19
Eiður Andri Thorarensen Leifur Ingi Eysteinsson Kolfinnur Ernir Kjartansson
Didier Drogba til Bandaríkjanna?
Drogba heldur ferðinni mögulega áfram í MLS deildinni.
Drogba heldur ferðinni mögulega áfram í MLS deildinni.
Mynd: Getty Images
Didier Drogba, framherji Chelsea, segist ekki ætla spila fyrir annað lið í ensku deildinni á næsta tímabili.

Fílbeinsstrendingurinn var í hálfgerðu aukahlutverki hjá ensku meisturunum á tímabilinu. Drogba spilaði 28 leiki ensku deildinni og flest alla leikina byrjaði hann á bekknum. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt.

New York City og Seattle Sounders hafa áhuga á að krækja í Drogba í sumar og framherjinn gæti hugsað sér að spila í Bandaríkjunum.

„Ég elska Chelsea of mikið til að ganga til liðs við önnur lið á Englandi," sagði Drgoba.

„Eftir að ég greindi frá því að ég væri á förum frá Chelsea á samfélagsmiðlum var ég í búningsklefanum þegar ég fék símtöl frá liðum. Það er frekar óvenjulegt."

„Það kom í ljós að ég hef kannski eitthvað fram að færa fyrir eithvað annað lið. Auðvitað hef ég áhuga á að fara til Bandaríkjanna. Núna hef ég nokkrar vikur til að hugsa hvað sé besta skrefið fyrir mig og hvar ég vil spila."

Athugasemdir
banner
banner
banner