Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. maí 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Fyrrum framherji FH stefnir á markamet í Noregi
Söderlund í landsleik með Norðmönnum á Laugardalsvelli.
Söderlund í landsleik með Norðmönnum á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Söderlund, fyrrum framherji FH, hefur raðað inn mörkum í norsku úrvalsdeildinni í sumar.

Söderlund hefur skorað tólf mörk í tíu leikjum og í Noregi velta menn því fyrir sér hvort hann geti bætt markametið í norsku úrvalsdeildinni.

Odd Iversen á markametið en hann skoraði 30 mörk árið 1968. Odd spilaði með Rosenborg líkt og Söderlund gerir í dag.

„Það verður ekki auðvelt að ná 30 mörkum en ég ætla að reyna að gera mitt besta," sagði Söderlund.

„Ég gæti verið kominn með 15-16 mörk miðað við færin sem ég hef fengið."

Söderlund skoraði þrjú mörk í 18 leikjum í Pepsi-deildinni sumarið 2009. Hann raðaði síðan inn mörkum með Haugesund og vann sér sæti í norska landsliðinu áður en hann gekk til liðs við Rosenborg árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner