Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. maí 2015 15:58
Magnús Már Einarsson
Leicester vonast til að halda Cambiasso
Cambiasso fagnar marki gegn Everton.
Cambiasso fagnar marki gegn Everton.
Mynd: Getty Images
Leicester vonast til að miðjumaðurinn Esteban Cambiasso muni gera nýjan samning við félagið.

Hinn 34 ára gamli Cambiasso var í lykilhlutverki hjá Leicester á nýliðnu tímabili en hann hjálpaði liðinu að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid og Inter verður samningslaus í sumar en Nigel Pearson, stjóri Leicester, vonast til að halda í hann.

„Allir hér myndu vilja hafa hann áfram," sagði Pearson.

„Hann hefur haft virkilega jákvæð áhrif innan sem utan vallar. Við gefum honum tíma til að ákveða sig því hann á skilið að fá þá virðingu."
Athugasemdir
banner
banner