Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 26. maí 2015 22:28
Jóhann Ingi Hafþórsson
Michael Præst: Hann tók mig úr buxunum
Michael Præst.
Michael Præst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Michael Præst, danski varnarmaður Stjörnunnar var þokkalega sáttur við 1-1 jafntefli sinna manna gegn FH í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 FH

„Ég sætti mig við úrslitin, en ég er aldrei glaður með að gera bara jafntefli. Við verðum að líta á heildarmyndina. Tímabilið er enn rétt að byrja."

Præst var ánægður með spilamennsku Stjörnunnar en hann hrósaði einnig FH-ingum.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. FH-ingar eru mjög góðir á boltanum. Þeir sækja á mörgum mönnum og reyna að finna svæði á milli varnar og miðju. Við gerðum hins vegar vel í að verjast því."

„Við viljum vera betri á boltanum en ég er sáttur með hvernig leikurinn þróaðist. Við reyndum að ná skyndisóknum og við vissum að leikurinn yrði þannig."

Stjarnan féll langt til baka eftir að hafa komist yfir en Præst segir að það hafi verið planið allan tímann. Þar sem liðið ætlaði að liggja til baka og sækja hratt.

„Það var planið allan tíman. Við féllum kannski örlítið of langt til baka en það var fullkomið að skora mark snemma og falla aðeins til baka og ná skyndisóknum."

Stjarnan hefur unnið tvo leiki og gert þrjá jafntefli og er Præst þokkalega sáttur við tímabilið hingað til.

„Við viljum vinna aðeins fleiri leiki en jafntefli gæti dugað okkur í lokin til að verða meistarar. Það er of snemmt til að tala um hvort við séum ánægðir með tímabilið."

Svo virtist sem Sam Hewson, miðjumaður FH hafi tekið Præst úr buxunum undir lok leiksins. Præst sá skoplegu hliðina á málunum.

„Ég hef enga hugmynd. Ég hélt á boltanum og hann tók mig úr buxunum, ég vissi ekkert hvað var í gangi en ég mun hefna mín í næsta leik og taka hann úr buxunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner