Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. maí 2015 21:51
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Draumurinn tryggði jafntefli gegn meisturunum
Draumurinn tryggði FH-ingum stig. Hafnfirðingarnir voru óheppnir að krækja ekki í öll stigin þrjú en stig gegn ríkjandi meisturum á Samsung vellinum getur varla talist annað en gott.
Draumurinn tryggði FH-ingum stig. Hafnfirðingarnir voru óheppnir að krækja ekki í öll stigin þrjú en stig gegn ríkjandi meisturum á Samsung vellinum getur varla talist annað en gott.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 1 FH
1-0 Ólafur Karl Finsen ('6)
1-1 Kassim Doumbia ('60)

Íslandsmeistararnir í Stjörnunni fengu FH-inga í heimsókn í spennandi viðureign sem réði úrslitum í toppbaráttunni á síðasta tímabili.

Lokaleikur síðasta tímabils er mörgum minnisstæður enda gífurlega spennandi þar sem Ólafur Karl Finsen innsiglaði titilinn fyrir Stjörnuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Kassim „draumurinn" Doumbia fékk dæmda vítaspyrnu á sig og missti í kjölfarið stjórn á skapinu.

Þetta er fyrsti leikurinn sem Doumbia spilar eftir að hafa verið í banni vegna hegðunar sinnar gegn Stjörnunni í fyrra.

Ólafur Karl skoraði fyrsta mark leiksins snemma eftir góðan undirbúning frá Heiðari Ægissyni. FH-ingar voru betri í fyrri hálfleik en fengu ekki mikið af færum gegn skipulögðum Stjörnumönnum.

Doumbia sjálfur jafnaði leikinn í síðari hálfleik með skalla eftir góða hornspyrnu frá Jeremy Serwy.

Gestirnir úr Hafnarfirðinum sóttu mikið en hinn færeyski Gunnar Nielsen var öflugur í marki Stjörnunnar sem hélt út og nældi sér í stig.

FH er á toppi deildarinnar með 10 stig en Stjarnan er í þriðja sæti með 9.
Athugasemdir
banner
banner
banner