þri 26. maí 2015 21:05
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin: Fyrsta tap Víkings staðreynd
Arnþór Ari tryggði Blikum stigin öll upp á Skaga.
Arnþór Ari tryggði Blikum stigin öll upp á Skaga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla er lokið í kvöld. Síðasti leikurinn í 5. umferðinni er síðan enn í gangi en honum lýkur eftir rúmlega 40 mínútur. Þar eru Stjörnumenn 1-0 yfir gegn FH á 50. mínútu.

Leiknismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu Evrópu-Víkinga 2-0 á heimavelli. Fyrsta tap Víkinga í Pepsi-deildinni staðreynd. Sindri Björnsson kom heimamönnum yfir með marki eftir rúmlega hálftíma leik.

Kamerúninn, Charley Fomen skoraði síðan annað mark Leiknis og það siðasta í leiknum, beint úr aukaspyrnu.

Breiðablik fóru í góða ferð upp á Skipaskaga og tóku öll stigin sem þar voru í boði. Eina mark leiksins skoraði Arnþór Ari Atlason á 68. mínútu leiksins. Fyrsta mark Arnþórs í Pepsi-deildinni í sumar.

ÍA 0 - 1 Breiðablik
0-1 Arnþór Ari Atlason ('68)

Leiknir 2 - 0 Víkingur
1-0 Sindri Björnsson (´32)
2-0 Charley Roussel Fomen ('62)

Enn í gangi:

Stjarnan 1 - 0 FH
1-0 Ólafur Karl Finsen (´5)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner