Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. maí 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FE 
Porto fær Bueno frítt - Mun kosta 40 milljónir (Staðfest)
Bueno hjálpaði Vallecano að ná 11. sæti spænsku deildarinnar.
Bueno hjálpaði Vallecano að ná 11. sæti spænsku deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Porto er búið að staðfesta komu sóknarmannsins Alberto Bueno til félagsins á frjálsri sölu.

Bueno er 27 ára gamall og hefur yfirleitt verið notaður sem kantmaður en gerði 17 deildarmörk sem sóknarmaður með Rayo Vallecano í spænsku deildinni á þessu tímabili.

Samningur Bueno rennur út í sumar og þá fer hann til Porto en í samningnum sem hann gerir við Porto er ákvæði sem segir að Bueno sé falur frá portúgalska félaginu fyrir 40 milljónir evra.

Bueno ólst upp hjá Real Madrid en var ekki talinn nægilega góður og seldur frá félaginu þegar hann var 21 árs gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner