Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 26. maí 2015 13:22
Magnús Már Einarsson
West Ham í Evrópudeildina - Gætu mætt Víkingi R.
West Ham í Fossvoginn?
West Ham í Fossvoginn?
Mynd: Getty Images
West Ham United fær aukasæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili í gegnum háttvísideild UEFA.

Englendingar fá eitt aukasæti í keppninni og West Ham hreppti það eftir að hafa fengið fá spjöld í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

West Ham byrjar í fyrstu umferð í Evrópudeildinni í júlí líkt og FH, KR og Víkingur R.

FH og KR verða í efri styrkleikaflokki eins og West Ham. Víkingur verður í neðri styrkleikaflokki og getur því mætt West Ham í fyrstu umferðinni.

Ef West Ham fer í aðra umferð er ekki útilokað að liðið geti dregist gegn FH eða KR en það er þó ólíklegt að sögn Gunnars Gylfasonar hjá KSÍ.

Dregið verður í Evrópueildinni þann 22. júní næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner