fim 26. maí 2016 06:00
Arnar Geir Halldórsson
4.deild: KH skoraði sex á hálftíma
Berserkir komu til baka og náðu jafntefli gegn Ými
Berserkir komu til baka og náðu jafntefli gegn Ými
Mynd: Fótbolti.net - Jóhann Ingi Hafþórsson
Fjórir leikir fóru fram í 4.deildinni í gær og þar vantaði ekki mörkin frekar en vanalega.

Í A-riðlinum gerðu Ýmir og Berserkir jafntefli í hörkuleik þar sem Berserkir gáfust ekki upp þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir. Í sama riðli vann Árborg grannaslaginn gegn Stokkseyri.

Í D-riðlinum gerðu Álftanes og Hamar 1-1 jafntefli á Bessastaðavelli á meðan KH burstaði Kóngana 8-0 en KH skoruðu sex af mörkunum á síðasta hálftíma leiksins.

4.deild karla A-riðill

Ýmir 2-2 Berserkir
1-0 Samúel Arnar Kjartansson, víti (´6)
2-0 Hörður Magnússon (´24)
2-1 Sverrir Þór Garðarsson (´50)
2-2 Ómar Ingi Guðmundsson (´70)

Árborg 2-1 Stokkseyri

4.deild karla D-riðill

Álftanes 1-1 Hamar
1-0 Jón Brynjar Jónsson (´67)
1-1 Magnús Otti Benediktsson (´85)
Rautt spjald: Ágúst Örlaugur Magnússon (´84)

Kóngarnir 0-8 KH
0-1 Alexander Lúðvígsson (´4)
0-2 Atli Dagur Sigurðsson (´28)
0-3 Felix Hjálmarsson (´64)
0-4 Felix Hjálmarsson (´66)
0-5 Róbert Óli Skúlason (´83)
0-6 Felix Hjálmarsson (´86)
0-7 Hreinn Þorvaldsson (´88)
0-8 Alexander Lúðvígsson (´90)
Athugasemdir
banner
banner