Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2016 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Léttir ekki í vandræðum með Kormák/Hvöt
Léttir vann góðan sigur
Léttir vann góðan sigur
Mynd: Aðsend
C-riðill
Léttir 3 - 0 Kormákur/Hvöt

1-0 Haukur Már Ólafsson (´12 )
2-0 Haukur Már Ólafsson (´23 )
3-0 Sigurður Þór Arnarsson (´54 )

Eina leik kvöldsins í 4. deild karla var að ljúka, en Léttir fékk þá Kormák/Hvöt í heimsókn í Breiðholtið.

Heimamenn voru sterkari og snemma í fyrri hálfleik skoraði Haukur Már Ólafsson og kom Létti yfir.

Haukur Már var svo aftur á ferðinni stuttu eftir fyrsta mark sitt og staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleik.

Léttir bætti síðan við þriðja marki sínu í upphafi seinni hálfleiks þegar Sigurður Þór Arnarsson skoraði.

Þar við sat og 3-0 sigur Léttis staðreynd. Liðið er nú með fjögur stig á toppi C-riðils, en á meðan er Kormákur/Hvöt án stig, þó eftir bara þennan leik.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner