Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 26. maí 2016 11:04
Arnar Geir Halldórsson
Benítez ætlar að vinna titla með Newcastle
Rafa trúir á framtíð Newcastle
Rafa trúir á framtíð Newcastle
Mynd: Newcastle
Í gær gekk enska B-deildarliðið Newcastle frá samningum við Rafa Benítez, fyrrum stjóra Real Madrid, Napoli, Liverpool og fleiri stórliða.

Benitez tók við liðinu í mars á þessu ári en tókst ekki að halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni. Spánverjinn hefur stýrt mörgum af stærstu félögum Evrópu á undanförnum árum og efuðust því margir um að hann væri tilbúinn til að starfa í Championship deildinni.

„Margir hlutir höfðu áhrif á þessa ákvörðun en fyrst og fremst voru það stuðningsmennirnir og staða þessa félags. Framtíð þess gæti verið mjög björt. Ég hef fengið ráðleggingar frá fullt af fólki og ég veit að fólkið hérna stendur á bak við liðið."

„Ég er sannfærður um að við getum komist aftur á þann stall sem félagið á að vera á en til þess þurfum við að leggja hart að okkur. Þetta verður ekki auðvelt,"
sagði Benítez.

Samningur Benitez er til þriggja ára og er hann sannfærður um að hann geti komið Newcastle í nýjar hæðir.

„Þetta er áskorun fyrir mig. Af mér fer ákveðið orðspor. Ég hef unnið titla og nú er kominn tími til að byggja upp. Ég sé fullt af möguleikum hérna."

„Ég er handviss um að við getum farið upp strax á næstu leiktíð og ég er handviss um að við getum unnið titla, þess vegna er ég hérna,"
sagði Benítez.
Athugasemdir
banner
banner
banner