fim 26. maí 2016 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borgunarbikarinn: Stjarnan áfram eftir 16 vítaspyrnur
Jóhann Laxdal skoraði úr síðustu spyrnu Stjörnumanna
Jóhann Laxdal skoraði úr síðustu spyrnu Stjörnumanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 2 Víkingur Ó.
0-1 William Dominguez da Silva ('50 )
1-1 Jeppe Hansen ('59 )
1-2 Pape Mamadou Faye ('60 )
2-2 Guðjón Baldvinsson ('89 )
Vítaspyrnukeppnin:
2-3 William Dominguez da Silva skoraði
2-3 Guðjón Baldvinsson klúðraði
2-4 Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði
3-4 Hilmar Árni Halldórsson skoraði
3-5 Pontus Nordenberg skoraði
4-5 Hörður Árnason skoraði
4-5 Pape Mamadou Faye klúðraði
5-5 Baldur Sigurðsson skoraði
5-6 Egill Jónsson skoraði
6-6 Jeppe Hansen skoraði
6-7 Emir Dokara skoraði
7-7 Eyjólfur Héðinsson skoraði
7-8 Aleix Egea skoraði
8-8 Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoraði
8-8 Alfreð Már Hjaltalín klúðraði
9-8 Jóhann Laxdal skoraði
Nánar um leikinn.

Stjarnan var í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla.

Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir fimm mínútur í þeim seinni skoraði William Dominguez da Silva flott mark og kom Ólsurum yfir.

Jeppe Hansen jafnaði metin eftir flotta sendingu frá Veigari Páli, en aðeins einni mínútu eftir það mark skoraði Pape Faye og kom Ólsurum aftur yfir.

Það var ekki lengi að gerast, en allt virtist stefna í sigur Ólsara. Það breyttist þó þegar Guðjón Baldvinsson skoraði þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Því þurfti að grípa til framlengingar, en þar var ekkert skorað og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar hafði Stjarnan betur eftir sviptingar. Pape Faye fékk tækifæri til þess að tryggja Ólsurum sigur, en hann klikkaði og það var svo Jóhann Laxdal sem skoraði úr síðustu spyrnu Stjörnumanna. Það voru teknar 16 spyrnu í vítaspyrnukeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner