Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. maí 2016 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Rúnar Alex hélt hreinu í sigri
Rúnar Alex hefur byrjað síðustu tvo leiki hjá Nordsjælland
Rúnar Alex hefur byrjað síðustu tvo leiki hjá Nordsjælland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heil umferð fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld og því fóru fram sex leikir. Í helmingi þeirra komu Íslendingar við sögu.

AGF og OB mættust í Íslendingaslag í Árósum. Með AGF leikur Theódór Elmar Bjarnason og með OB leika þeir Hallgrímur Jónasson og Ari Freyr Skúlason.

OB er búið að gefa Ara Frey frí fyrir EM og því var hann ekki með í kvöld, en Hallgrímur byrjaði og Theódór Elmar var á bekknum hjá AGF.

Það fór svo að heimamenn höfðu betur í leiknum, en sigurmarkið skoraði Danny Olsen á 73. mínútu. Theódór Elmar kom af bekknum um miðjan seinni hálfleikinn og spilaði síðasta hálftímann.

Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Nordsjælland í síðustu umferð og fékk þá þrjú mörk á sig. Í kvöld varði hann mark liðsins aftur og hélt hreinu, en liðið vann 1-0 sigur á Viborg með marki frá Joshua John.

Þá kom Guðlaugur Victor Pálsson inn á sem varamaður í 4-1 tapi gegn København, en København tryggði sér titilinn í síðustu umferð. Það var fyrsti deildarmeistaratitillinn frá 2013 og því kærkominn.

AGF 2 - 1 OB
1-0 Morten Rasmussen (´11 )
1-1 Lucas Jensen (´62 )
2-1 Danny Olsen (´73 )

Nordsjælland 1 - 0 Viborg
1-0 Joshua John (´20 )

Esbjerg 1 - 4 København
1-0 Kevin Mensah (´33 )
1-1 Federico Santander (´61 )
1-2 Nicolai Jørgensen (´67, víti )
1-3 Federico Santander (´69 )
1-4 Nicolai Jørgensen (´81 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner